Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fékk endurskoðunarfyrirtækið Deloitte til að skoða afleiðingar frumvarpsins fyrir Snæfellsbæ. Þar kom í ljós að fyrirtækin í bænum myndu greiða 817 milljónir króna á ári, en árið 2010 var gjaldið 154 milljónir. Árið 2010 var útsvar Snæfellsbæjar 625 milljónir. Miðað við íbúatölu í Snæfellsbæ yrði veiðigjaldið 473 þúsund krónur á hvern íbúa. Tapaðar útsvarstekjur myndu svo þýða greiðsluþrot Snæfellsbæjar á skömmum tíma að því er fram kemur í Skessuhorni.
Sjá nánar á
vef LÍÚ