Grásleppuvertíðin skilaði í heild um 7.200 tunnum af söltuðum grásleppuhrognum sem er nokkru minna en var framleitt á vertíðinni í fyrra, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir sem koma út í dag. Í fyrra gaf vertíðin um 8.700 tunnur.

„Vertíðin einkenndist af því að menn voru tregir til að selja hrognin því verð var lægra en í fyrra,“ sagði Örn. Verð fyrir tunnu af hrognum er í kringum 90 þúsund krónur, en það olli erfiðleikum jafnt og í fyrra að nokkrar birgðir voru til af hrognum frá árinu áður. Örn gat þess að markaðsstaðan væri nú betri í ljósi þess að heimsframleiðslan hefði minnkað. Vertíðin í Grænlandi hefði til dæmis aðeins gefið um 9 þúsund tunnur sem er rúmum 4 þúsund tunnum minna en í fyrra.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.