Grásleppuvertíðin hér á landi skilaði um 11 þúsund tunnur af hrognum sem kunnugt er en ekki er hægt að segja það sama frá Nýfundnalandi. Þar endaði vertíðin í 610 tunnum, sem ein lægsta tala frá því Kanadamenn hófu atvinnuveiðar á grásleppu upp úr 1980, að því er fram kemur á vef Landssambands smábáteigenda.
Hvorki vísindamenn né veiðimenn hafa sennilega skýringu á þessum gífurlegu breytingum frá því sem var fyrir örfáum árum. Þá var gengið út frá því sem vísu að Kanada myndi skila mestum grásleppuafla á land af öllum þjóðum.
Vertíðin 2011 var sú fimmta í röð sem fer forgörðum hjá þeim. En þótt veiðimenn á Íslandi, Grænlandi og Noregi geti kæst um stund yfir þessum aðstæðum, er sá vermir skammgóður, segir ennfremur á vef LS.