Landssamband smábátaeigenda (LS) hefur lagt til við ráðuneytið að fyrsti veiðidagur grásleppu verði laugardaginn 3. apríl.

Á fundi LS með sérfræðingum í sjávarútvegsráðuneytinu kom fram að ráðuneytið sæi ýmsa annmarka á því að stjórna veiðum öðru vísi en „að tryggja öllum þátttakendum í veiðunum jafnmarga daga og að heildarafli færi ekki umfram leyfilegan heildarafla.“

LS segir að úr því ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði ekki tilkynnt fyrr en 31. mars og stærsti kaupandinn, Vignir á Akranesi, hefur lýst því yfir að ekki verði tekið á móti grásleppu yfir páskana, þ.e. dagana 31. mars til mánudagsins 5. apríl, þá hafi samtökin ákveðið „í samráði við grásleppunefnd félagsins og samtala við fjölmarga aðila að leggja til við ráðuneytið að fyrsti dagur í grásleppu 2021 yrði laugardagurinn 3. apríl.“