Á sunnudagsmorgun hófst grásleppuvertíðin í innanverðum Breiðafirði. Veiðisvæðið er afmarkað af línu milli Krossnesvita á Snæfellsnesi og Lambanes á sunnanverðum Vestfjörðum.
Veiðar hefjast óvenju seint á þessu svæði sökum þess að grásleppan er seint á ferðinni um svæðið. Róið verður á um 30 bátum til grásleppuveiða frá Stykkishólmi á vertíðinni í ár, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.
Hver bátur hefur 50 daga til veiða og fyrir hvern skráðan sjómann um borð má leggja hundrað net.