„Svo gæti farið að skortur verði á grásleppuhrognum á þessu ári, þar sem margt bendir til þess að ekki takist að veiða það magn sem markaðurinn kallar eftir,“ segir í frásögn á vef Landssambands smábátaeigenda .

„Fréttir berast frá Grænlandi að þar hafi komið bakslag í veiðarnar.  Veiðar í maí hafi gengið illa og því allt útlit fyrir minni heildarafla en gert var ráð fyrir.“

Í Noregi hafi veiðar hins vegar gengið mun betur en undanfarin ár, enda hafi hún þá verið afspyrnuléleg.

„Hér á landi er aflinn kominn yfir 3.000 tonn sem er 15 - 16% meira en á sama tíma í fyrra.  Meðalveiði á dag er 9% hærri.  Alls hafa 181 bátar hafið veiðar, en búast má við að heildarfjöldinn verði milli 240 og 250 eða svipað og á síðasta ári.“

Nánar má lesa um grásleppuveiðarnar á vef LS, www.smabatar.is.