Útflutningsverðmæti grásleppuhrogna á síðasta ári nam alls 1.371 milljón króna, sem er mesta verðmæti í sögu veiðanna.
Annars vegar eru það söltuð hrogn til kavíarvinnslu erlendis að verðmæti 561 milljón króna og hins vegar fullunnin vara, grásleppukavíar, fyrir 810 milljónir.
Heildarveiðin á vertíðinni 2008 var vel yfir meðallagi, en alls voru söltuð grásleppuhrogn í 11.661 tunnu. Rúmur helmingur veiðinnar fór til útflutnings sem söltuð hrogn eða 6.356 tunnur.
Frá þessu er skýrt á vef Landssambands smábátaeigenda.