Það sem af er vertíð eru nú kominn á land 1.607 tonn af grásleppu. Þetta er mun meira en á sama tíma á síðustu vertíð en þá höfðu 674 tonn verið landað. Þetta er því aukning upp á 138%.

Aflahæsti báturinn það sem af er vertíð er Sæborg NS-40 með  46,3 tonn en hann gerir út á svæði E sem er Norðausturland. Næstur í röðinni er Finni NS-21 með 45,4 tonn. Aflahæsti báturinn um þetta leyti í fyrra var með 25 tonn.

Alls hafa 148 bátar virkjað leyfi til grásleppuveiða á þessari vertíð en til samanburðar má nefna að á vertíðinni  2011 voru alls 369 leyfi gefin út.

Fjöldi útgefinna leyfa er æði misjafn milli svæða. Aðeins eitt leyfi hefur verið gefið út fyrir svæði B sem er Breiðafjarðarsvæðið en 84 leyfi fyrir svæði E sem nær frá Skagatá austur til Fonts á Langanesi.

Sjá nánar töflu yfir aflahæstu báta á vef Fiskistofu.