Áður en grásleppuvertíðin hófst hinn 20. mars var þegar búið að landa 20 tonnum af grásleppu frá áramótum samanborið við 3 tonn á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef LS . Þar er vakin athygli á því að þrátt fyrir að ákvæði í reglugerð um að skylt sé að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum hafi netabátar landað 7 tonnum.

Rauðmagaveiði er einnig mun meiri nú en í fyrra, eins og áður hefur komið fram. Aflinn nú er 25 tonn en var 10 tonn á sama tíma í fyrra.