Útflutningsverðmæti grásleppuafurða á árinu 2015 nam alls rúmum 2,2 milljörðum.  Það er veruleg aukning frá árinu 2014 þegar grásleppan skilaði 1,6 milljarði lítið eitt meira en á árinu 2013.

Afurðir grásleppunnar í útflutningi  eru þrjár: Frosin grásleppa, söltuð grásleppuhrogn og grásleppukavíar (niðurlögð grásleppuhrogn). Sjá nánar á vef LS