,,Ég tel að það sé markaður fyrir alla þá grásleppu sem veiðist,“ segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við Fiskifréttir, en á komandi vertíð er grásleppukörlum í fyrsta sinn skylt að koma með alla grásleppu að landi.
Örn býst við að verð á skorinni grásleppu verði hærra en í fyrra eða um 65 krónur kílóið. Miðað við það má gera ráð fyrir að grásleppan gefi um 200 milljónir króna til viðbótar við verðmæti hrognanna.
Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.