Laxalús er eitt af erfiðustu og kostnaðarsömustu vandamálum í laxeldi í heiminum. Fisikeldisfyrirtæki verja gríðarlegum fjármunum árlega til þess að stemma stigu við lúsinni með misjöfnum árangri. Ein leiðin er að drepa lúsina með lyfjum en lyfjagjöf í matvælaframleiðslu þykir aldrei sérlega góð til afspurnar og hefur marga aðra ókosti.
Önnur leið er sú að láta ákveðnar fisktegundir, svokallaða „hreinsifiska“, í laxabúrin innan um laxinn en þessir fiskar éta snýkjudýrin af laxinum. Þetta er gert í fiskeldi m.a. í Kanada, Noregi og Skotlandi. Gallinn við þessar „hreinsifiska“ er sá að þeir þola yfirleitt illa sjávarkulda, sem gerir þá ónothæfa t.d. í Norður-Noregi, og það tekur langan tíma að ala þá upp í hæfilega stærð.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Laxeldisfyrirtæki og rannsóknastofnanir víða um heim einbeita sér nú að frekari rannsóknum á hrognkelsinu og hafa tröllatrú á því í baráttunni við laxalúsina.
Frá þessu er skýrt á vefnum Fish site.