Búið er að veiða rúmlega tvo þriðju af ráðlögðum afla í grásleppu á vertíðinni. Um fimmtungi meiri afli er á veiðidag en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.
Búið var að veiða um 4.900 tonn af grásleppu um miðja vikuna. Þetta jafngildir um 8.900 tunnum af grásleppuhrognum, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir. Veiðin hefur nú þegar skilað um 1.200 tunnum meira en á allri vertíðinni í fyrra. Þá var saltað í 7.710 tunnur af hrognum.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.