Grálúða sem merkt var fyrir nokkrum árum við Svalbarða hefur veiðst hér við land. Þetta gjörbreytir hugmyndum fiskifræðinga um hvaðan ungviði grálúðu berst inn í íslenska lögsögu, að minnsta kosti einhver hluti þess, að því er fram kemur í Fiskifréttum í dag.

Hingað til hafa helst verið getgátur um að uppeldissvæði grálúðunnar væri við Vestur-Grænland.

Grálúðustofninn við Ísland, Grænland og Færeyjar er talinn einn og sami stofninn og hann er aðskilinn stjórnunarlega frá grálúðu í Barentshafi.

Sjá nánar í Fiskifréttum.