Talið er að þorskur sem gengið hefur frá Grænlandi til Íslands hafi numið um 20 þúsund tonnum í afla íslenskra skip á árunum 2009 og 2010, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Þorskganga kom frá Grænlandi á Íslandsmið árið 2009. Hér var aðallega um þorsk úr 2003 árgangi að ræða. Við stofnmat þorsks árið 2010 gerði Hafrannsóknastofnun ráð fyrir að 40 þúsund tonn hefðu gengið hingað árið 2009. Reiknað var með því að um 66 milljónir einstaklinga alls væru í 6 ára árganginum árið 2009, þarf af hafi 13 milljónir komið frá Grænlandi. Árgangurinn í heild sinni var metinn á um 200 þúsund tonn árið 2009.

Úr þessum árgangi voru veidd um 100 þúsund tonn árin 2009 og 2010. Ef að 20% þess þorsks eru grænlensk að uppruna má gera ráð fyrir að Grænlandsgangan hafi gefið af sér um 20 þúsund tonna afla þessi tvö ár.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.