Grænlenska sjávarútvegsfyrirtækið Royal Greenland hefur í sumar staðið fyrir tilraunaverkefni þar sem lifandi þorskur er geymdur í búrum, svokölluðum þorskahótelum, þangað til hentar að flytja hann til fiskiðjuvers  í Maniitsoq, þar sem hann er tekinn glænýr til vinnslu. Fiskibátur sér um að sækja fjögur tonn í einu á „hótelin“. Fiskurinn er veiddur í gildrur í nálægum firði.

Tilgangurinn með þessari tilraun er að komast að raun um hvernig markaðurinn bregst við þessari vöru og ráðast áframhaldandi tilraunir á viðbrögðunum.

Frá þessu er skýrt á vef grænlenska útvarpsins.