Sjávarútvegsráðherra hefur létt af banni á löndun grænlenskra skipa á markíl hér á landi, að því er fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins.

Í fréttinni er vísað til þess að samkvæmt samkomulagi Íslands og Grænlands frá því í apríl á þessu ári gátu grænlensk og íslensk skip landað allt að 12.000 lestum af makríl veiddum í grænlenskri lögsögu í íslenskum höfnum.

Þegar því marki var náð var löndun á grænlenskum makríl bönnuð. Í ljósi þess að landfræðilegar aðstæður og hafnleysi við Austur-Grænland gera Grænlendingum þessar veiðar sérstaklega erfiðar án aðgangs að þjónustu í íslenskum höfnum hefur sjávarútvegsráðherra hins vegar ákveðið að heimila grænlenskum skipum löndun á makríl hér á landi.

Sjá nánar http://www.atvinnuvegaraduneyti.is/sjavarutvegs-og-landbunadarmal/frettir/nr/7720