Meðal þeirra veiðarfæra sem strandveiðiflotinn í Grænlandi notar á þorskveiðum er nót sem dregin er á höndum, eins og sést á meðfylgjandi myndbandi sem birtist á vef grænlenska útvarpsins. Óneitanlega minna þessi vinnubrögð á síldveiðarnar við Ísland í gamla daga fyrir tæknibyltinguna.

Fréttin er annars ekki um verklagið við veiðarnar, heldur um þá kröfu strandveiðimanna á hendur stjórnvöldum að auka þorskkvótann um 2.000 tonn á þeirri forsendu að útgefinn kvóti ársins sé uppurinn.

Veiðiráðgjöf vísindamanna fyrir yfirstandandi ár var 12.000 tonn í strandveiðum en þegar er búið að veiða 16.500 tonn. Náttúrustofnun Grænlands viðurkennir að þorskstofninn sé í vexti en vill tryggja áframhaldandi vöxt og fara því hægt í sakirnar í aukningu veiðiheimilda.

Sjá MYNDBAND