Grænlendingar eru óánægðir með það ákvæði í makrílsamningi ESB, Noregs og Færeyja að skip frá þessum ríkjum megi ekki taka þátt í veiðum á útgefnum makrílkvóta við Grænland.
„Það er enginn vafi á því að samningurinn er beinlínis skaðlegur fyrir hagsmuni grænlensks sjávarútvegs,“ segir Henrik Leth hjá grænlenska vinnuveitendafélaginu í Sermitsiaq. Hann segir að tilgangur þessa ákvæðis sé að koma í veg fyrir að Grænlendingar hafi sömu möguleika og aðrir að ávinna sér hlutdeild í makrílstofninum.
Grænlenska atvinnurekendafélagið heitir á heimastjórn Grænlands að mótmæla þessu bæði í Brussel og á danska þinginu og krefjast þess að danska stjórnin komi því til leiðar að þetta ákvæði, sem beinlínis sé beint gegn Grænlandi, verði tekið út úr samningnum .
Færeyska útvarpið greindu frá þessu.