Grænlensk og norsk stjórnvöld hafa gengið frá samningi um gagnkvæmar veiðiheimildir fyrir árið 2017. Þær breytingar eru helstar að 100 tonna lúðukvóti Norðmanna við Austur-Grænland er skorinn niður og verður aðeins 10 tonn. Á móti var keilukvóti þeirra aukinn um 140 tonn.

Samkvæmt samningnum mega Grænlendingar veiða 3.700 tonn af þorski í Barentshafi auk 900 tonna af ýsu, 500 tonna af ufsa og 300 tonna af meðafla.

Norðmenn mega veiða við  Grænland 1.300 tonn af grálúðu, 1.200 tonn af þorski, 800 tonn af botnlægum karfa, 340 tonn af keilu og 150 tonn af meðafla.

Frá þessu er skýrt á vef grænlenska útvarpsins.