Grænlensku sjávarútvegsfyrirtækin Royal Greenland og Polar Seafood hafa keypt sitt línuskipið hvort. Færeyski vefurinn Fiskur.fo skýrir frá þessu. Skipin voru keypt frá Noregi og hétu áður Carisma Viking og Bergholm. Fyrrnefnda skipið hefur fengið nafnið Masilik en hið síðarnefnda er ennþá ónefnt.
Masalik mun veiða þorsk, löngu, grálúðu, lúðu og karfa við Austur-Grænland og verður aflinn frystur um borð, en bæði skipin eru með frystibúnað. Hitt skipið, Bergholm, hét áður Stapin og var gert út frá Færeyjum og þar á undan hét það Gandí VE frá Vestmanneyjum.