Ekki tókst að draga úr heildarveiði á grásleppu í N-Atlantshafi á síðasta ári eins og að var stefnt. Framleiðsla Íslendinga á grásleppuhrognum minnkaði að vísu um 30% en framboð frá Grænlandi jókst um 30%. Íslenskir grásleppukarlar eiga enn birgðir af hrognum frá síðustu vertíð, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum
Grænlendingar og Íslendingar veiddu mest af grásleppu á síðasta ári. Grásleppusjómenn á Nýfundnalandi sinntu þessum veiðum lítt að þessu sinni þar sem verð á hrognum var of lágt til að þeir teldu þær borga sig. Íslendingar framleiddu um 8.600 tunnur af hrognum, Grænlendingar um 13.500 tunnur og Norðmenn um 1.130 tunnur. Í heild voru framleiddar rúmar 23.200 tunnur.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.