Grænlenska landsstjórnin hefur ákveðið að auka þorskkvóta báta við vesturströnd Grænlands um 8.000 tonn á þessu ári. Þar með verður árskvótinn 33.000 tonn eða næstum þrefalt hærri en fiskifræðingar ráðlögðu. Þeirra tillaga var 12.000 tonn á árinu í heild.
Viðbótarkvótinn verður svæðaskiptur þannig að sem flestir geti nýtt sér hann. Í frétt frá grænlensku landsstjórninni segir ennfremur að gerðar verði margvíslegar ráðstafanir til þess að viðhalda góðu og árangursríku þorskfiskiríi við ströndina í samráði við grænlensku náttúrurstofnunina, svo sem með því að friða þorskinn yfir hrygningartímann.