Grænlenska landsstjórnin hefur ákveðið að rækjukvótinn við V-Grænland verði 85.000 tonn á næsta ári samanborið við 73.000 tonn í ár. Aukningin nemur 16%.

Vísindamenn höfðu reyndar tilkynnt að óhætt væri að veiða 90.000 tonn, en stjórnvöld ákváðu að láta sér nægja 85.000 tonn. Byggir það á því að samkvæmt gildandi aflareglu skal breyting á aflaheimildum milli ára ekki vera meiri en 12,5%. Rækjan við V-Grænland er vottuð afurð og því þarf að fara eftir aflareglunni með hliðsjón af kröfum markaðarins um sjálfbæra nýtingu stofnsins.

Af þessum 85.000 tonnum renna 2.600 kvótatonn til Evrópusambandsins í samræmi við fiskveiðisamning og 2.199 tonn til Kanada.

Rækjukvótinn við A-Grænland á næsta ári verður 5.300 tonn, sem skiptist þannig að Grænland fær 200 tonn en ESB 5.100 tonn.