Á annan tug skipa eru byrjuð makrílveiðar í grænlenskri lögsögu. Þeirra á meðal eru fjögur skip sem hafa tengingu við Ísland, þau Polar Amaroq, Ilivileq (áður Skálaberg), Tasiilaq (áður Guðmundur VE) og Tuneq (áður Þorsteinn ÞH).
„Við erum á landleið með 600 tonn af frystum hausuðum makríl og var veiðisvæðið í grænlensku lögsögunni beint vestur af Snæfellsnesi,“ segir Geir Zoega skipstjóri á Polar Amaroq í samtali við Fiskifréttir í dag.
Hjá Hilmari Ögmundssyni sérfræðingi hjá grænlensku landsstjórninni fengu Fiskifréttir þær upplýsingar að í upphafi vikunnar hefði verið búið að tilkynna um samtals 6.500 tonna makrílafla frá byrjun veiðanna en 13 skip eru komin á miðin.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.