Grænlendingar hafa sett bolfiskveiðar sínar í Barentshafi í vottunarferli samkvæmt MSC staðli. Um er að ræða veiðar á þorski, ýsu og ufsa.

Þrír frystitogarar hafa stundað  þessar veiðar, Sisimiut, Polar Princess og Ilivileq, og eru um 90% aflans unnin í flök. Mest af vörunum (80%) fer á markað í Bretlandi.

Þessar veiðar Grænlendinga í Barentshafi hófust á tíunda áratug síðustu aldar í samræmi við fiskveiðisamning Grænlands, Danmerkur, Noregs og Rússlands.