Efni sem unnið er úr grásleppu gæti nýst í lyf eða fæðubótarefni. Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. á Skagaströnd kannar nú hvort vinnsla á þessu efni sé fýsilegur kostur, að því er Halldór G. Ólafsson, framkvæmdastjóri BioPol, sagði í samtali við Fiskifréttir.
BioPol er í samstarfi við skoska fyrirtækið GlycoMar, sem um rannsóknir á fjölsykrum (Glycosaminoglycan) í grásleppum. AVS-rannsóknarsjóðurinn styrkir verkefnið.
„Þessi rannsókn staðfesti að í grásleppu eru til staðar tvö eftirsóknarverð efni, þ.e. hyaluronic acid og CS/DS keðjur. Þessi efni gætu meðal annars lagað brjósk í liðum á fólki. Þau eru að hluta til notuð í liðaktín og liðamin sem margir þekkja,“ sagði Halldór.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.