Stofnar löngu og keilu eru í góðu standi að því er fram kemur í niðurstöðum togararallsins sem nýlokið er. Vísitala löngu fór hækkandi á árunum 2003-2007 eftir að hafa verið í lágmarki áratuginn þar á undan Mælingarnar síðastliðin tvö ár eru þær hæstu frá 1985 en öryggismörk mælinganna eru víð.
Vísitala keilu hefur haldist há frá árinu 2004, líkt og var árin 1985-1992. Mælingin í ár var svipuð og verið hefur frá 2005. Háa vísitölu í ár má fyrst og fremst rekja til mikils magns af 40-70 cm keilu, en magn smákeilu undir 40 cm hefur hinsvegar farið minnkandi og var nú með því minnsta frá því mælingin hófst.
Stofnvísitala steinbíts var lág líkt og þrjú undanfarin ár. Eins of fyrr fékkst lítið af 20-60 cm steinbít sem bendir til að nýliðun í veiðistofninn verði léleg á komandi árum. Magn steinbíts stærri en 75 cm var hinsvegar yfir meðallagi.