Hrakspárnar um dauða sjófrystingarinnar fyrir nokkrum árum reyndust ótímabærar. Þessi vinnslugrein lifir góðu lífi og gerði það gott á síðasta ári. Veruleg aukning varð í aflaverðmæti margra frystitogara.

„Verð á sjófrystum fiski var gott á síðasta ári þegar á heildina er litið. Þorskur, ýsa, ufsi og grálúða – allt á fínu verði. Verðið náði hámarki í haust en hefur svo heldur sigið síðan. Reyndar lækkuðu gulllaxinn og karfinn verulega í verði í kjölfar þess að Rússlandsmarkaður lokaðist, en heilt yfir þurfum við ekki að kvarta,“ sagði Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri frystiskipa hjá Þorbirni hf. í Grindavík í samtali við Fiskifréttir. Þess má geta að verð á sjófrystum þorski hefur tvöfaldast frá niðursveiflunni miklu árið 2012.

Sjá nánar í Fiskifréttum.