Niðurstaða rannsóknar Hafrannsóknastofnunarinnar á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á lífríkið í hafinu gefur til kynna að gosefni í hlaupvatni geti við ákveðnar aðstæður haft neikvæð áhrif á klak þorskhrogna og vöxt þorskungviðis.

Þó verði að fara varlega í að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar beint upp á aðstæður í náttúrunni því að á þeim tveimur vikum sem þorskhrogn eru að klekjast út berast þau um hafið og eru því í mismikilli snertingu við gosefnin. Engu að síður gefur rannsóknin til kynna að við ákveðnar aðstæður geti gosefni í sjónum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski og hugsanlega öðrum tegundum einnig.

Sjá nánar á vef Hafró, HÉR .