Humarveiðin fór vel af stað í vor en nú hefur dregið verulega úr henni að sögn Brynjars Birgissonar skipstjóra Ársæli ÁR. Hann segir humarinn sem veiðst hefur í vor og sumar vera góðan og flokkast sem stóran og millistóran.

„Veiðin í vor var hreinasta mok. Þeir sem byrjuðu í apríl voru að fá milli þrjú og fjögur hundruð kíló í hali og landa allt að tveimur tonnum eftir þriggja nátta róður,“ segir Brynjar.

Sjá nánar í nýjasta tölublaði Fiskifrétta.