Strandveiðibátar eru nú að veiðum á sínum 9. degi. Á flestum stöðum hefur afli verið með afbrigðum góður og meðaltalsafli í róðri hár, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda.
Á A svæðinu 665 kg og D litlu lægri 654 kg. Þegar staðan var tekin eftir 8 daga var heildaraflinn 1.387 tonn og aflahæstu bátarnir voru komnir með rúm 7 tonn.
Þátttaka í veiðunum er góð en 490 bátar hafa landað afla. Meðaltalsafli á bát er þannig 2,8 tonn. Flestir bátanna róa á svæði A, en þar hafa alls 203 bátar virkjað strandveiðileyfið. Hæsta meðaltal á bát er hins vegar á svæði D 3,4 tonn.
Búast má við að afli í dag geti farið í 300 tonn þar sem rjómablíða er á miðunum og flestir á sjó.
Sjá nánar á vef LS.