Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á fyrra helmingi  ársins tæp 1.842 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Þetta er nokkuð meiri afli miðað við fyrra ár en á sama tíma í fyrra var botnfiskafli Færeyinga hér við land 1.705 tonn. Þorskaflinn er orðinn 398 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 405 tonn. Heimildir færeyskra skipa  til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu, eru 1.200 tonn líkt og undanfarin ár og hafa þau því nýtt sér þriðjung aflaheimilda í þorski á yfirstandandi ári.

Af einstökum tegundum sem færeyskir bátar veiddu má nefna  446 tonn af keilu, því næst kemur ýsa, 1.191 tonn, og svo þorskur eins og áður segir.