Líkan af systurskipunum Sléttbak EA 304 og Svalbak EA 302 var afhjúpað og afhent við hátíðlega athöfn í matsal Útgerðarélags Akureyringa, í gær. Þetta kemur fram á vef Samherja.

Í gær voru nákvæmlega hálfri öld frá því þessi skip komu í fyrsta sinn til Akureyrar.

„Að smíði líkansins stendur hópur er kallar sig „Stellurnar,“ sem er áhugahópur um varðveislu sögu ÚA togara. Líkanið smíðaði Elvar Þór Antonsson á Dalvík,“ segir á samherji.is. „Stellunafnið á sér uppruna í nöfnum skipanna áður en þau urðu að Svalbak og Sléttbak, þegar ÚA keypti þau frá Færeyjum.“

Fram kemur að fjölmennt hafi verið á hátíðinni í ÚA salnum. Voru þar meðal annars sjómenn sem voru á Stellunum og færeyskt áhugafólk um Stellurnar sem gerði sér ferð til Akureyrar af þessu tilefni.

Mikilvægt að varðveita útgerðarsöguna

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, þakkaði Stellunum fyrir frumkvæði að smíðina og sagði mikilvægt að varðveita og skrásetja sögu útgerðar á Akureyri.

Þá segir að Sigfús Ólafur Helgason, safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri, sem sé hvatamaður að verkefninu, segir sú hugmynd hafi kviknað síðastliðinn vetur að setja á laggirnar söfnun til að standa straum af kostnaði við að smíða líkanið.

Nánar má lesa um málið og skoða myndir úr hófinu í gær á vef Samherja.