Ferðamenn sem koma til Noregs til frístundaveiða við strendur landsins eyða þar um 1.460 krónum norskum á dag, eða 30.500 krónum íslenskum.
Þetta kemur fram í gögnum frá rannsóknastofnuninni Nofima og er þar byggt á upplýsingum frá 450 aðilum sem selja frístundaveiðimönnum þjónustu. Strangar reglur gilda um magn sem ferðmenn mega veiða og flóknar reglur hafa verið settar, meðal annar er skylt að sleppa aftur í sjóinn afla sem fer yfir leyfileg mörk.
Sú skoðun ríkti lengi að ferðamennirnir kæmu með nesti, veiddu fiskinn frá sjómönnum við ströndina, keyptu litla þjónustu og hefðu því enga efnahagslega þýðingu fyrir Noreg. Nú hefur þetta viðhorf breyst og sjónum er beint að því að ferðamennirnir eru mikilvæg tekjulind fyrir sjávarbyggðirnar.