Það er skammt á milli stórra landana á Sauðárkróki þessa dagana. Í byrjun vikunnar kom Drangey SK- til löndunar á Sauðárkróki. Aflinn var blandaður, um 119 tonn og þar af um 102 tonn af þorski. Drangey var meðal annars á veiðum á Digranesflaki.

Í gær kom svo Málmey SK1 til hafnar á Sauðárkróki. Heildarmagn afla um borð var um 131 tonn, þar af 118 tonn af þorski. Málmey var á veiðum á svipuðum slóðum og Drangey.