Á heimsíðu Síldarvinnslunna r segir að ýmislegt bendi til að markaðshorfur fyrir makríl séu góðar en lakari fyrir síld.

Mikilvægustu markaðirnir fyrir frystan makríl hafa verið Austur-Evrópa og Afríku. Í Austur-Evrópu eru litlar birgðir til staðar og töluverð eftirspurn og útlitið þar því býsna gott. Í Afríku er útlitið svipað og í fyrra og því góðar horfur á sölu þangað.

Öðru máli gegnir um síldina. Verð á frystri síld hefur verið hátt á mörkuðum upp á síðkastið en flest bendir til að það muni nú lækka verulega. Miklar síldarbirgðir eru fyrirliggjandi í Noregi og hefur það eðlilega áhrif á markaðsverðið.