Góð síldveiði var hjá norskum skipum í síðustu viku. Um 42.300 tonn veiddust þá af norsk-íslenskri síld, að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Veiðarnar fóru fram frekar sunnarlega en flotinn hefur verið að færa sig norður á bóginn, og var kominn um 170 sjómílur suðvestur af Skomvær. Síldin er stór og meðalvigtin um 365 grömm.

Fáein skip voru að veiðum norðarlega, milli 72. og 73. gráðu norður og 15. til 16. vestur. Síldin þar er einnig stór, eða um 355 grömm að meðaltali.

Verðið lækkað hratt á uppboði í Noregi í síðustu viku og sveiflaðist frá 6,16 krónum norskum á kílóið niður í 4,87 krónur. Meðalverðið í síðustu viku var 5,24 krónur á kíló, eða 107 krónur íslenskar.