Steinbítsveiði á línu úti af Vestfjörðum hefur verið að glæðast að undanförnu eftir að loðnan gekk yfir svæðið, en meðan á loðnuveislunni stóð leit steinbíturinn að vonum ekki við beitunni á línukrókunum.

,,Það er mjög góð veiði í dag eða 300-400 kíló á balann, en á tímabili fór aflinn niður fyrir eitt tonn á 48 bala þegar minnst var,“ sagði Þorsteinn Ólafsson skipstjóri á Brimnesi BA frá Patreksfirði þegar Fiskfréttir ræddu við hann í lok síðustu viku.

,,Það sem einkennir göngur steinbítsins á þessu ári er að hann hefur verið miklu dreifðari en áður.  Hans verður vart á mjög mörgum stöðum og þá í heldur meira magni en undanfarin ár,“ segir Þorsteinn.

Sjá nánar í Fiskifréttum.