Staðan á síldarmörkuðum er góð og verð stöðugt nú þegar veiðar á íslensku sumargotssíldinni eru að hefjast. Reiknað er með því að sala síldarafurða gangi vel.
„Ég held að staðan sé almennt góð fyrir seljendur og útlitið bjart. Ég á ekki von á því að langan tíma taki að selja það sem við komum til með að framleiða,“ sagði Teitur Gylfason hjá Iceland Seafood í samtali við Fiskifréttir.
Verð á síldarafurðum er hátt í sögulegu tilliti og gert er ráð fyrir því að það verði stöðugt.
Sjá nánar um málið í nýjustu Fiskifréttum.