Fjögur norsk skip eru á selveiðum í Vesturísnum svokallaða en það er svæðið austan Grænlands og djúpt norðan Íslands. Skipin sem heita Meridian, Kvitbjörn, Kvitungen og Havsel, hafa veitt um 7.500 útseli á 8-9 dögum, að því er fram kemur á vef norskra útvegsmanna.
Veiðin hefur fyrst og fremst beinst að eins árs kópum. Aðstæður til veiða hafa verið góðar fram að þessu og fram heldur með þeim hætti gæti vertíðin í ár orðið sú besta í langan tíma.
Veiðikvótinn í Vesturísnum miðast við 25.000 fullorðna útseli, en tveir kópar reiknast sem einn fullorðinn selur í kvótaútreikningi.