Túnfiskveiðar hófust suður af landinu í lok síðustu viku og í gær voru 13 túnfiskar komnir í lest Jóhönnu Gísladóttur GK 557, að því er fram kemur á vefnum mbl.is

Eftir var að draga síðustu lögnina á miðunum um 140 mílur suður af Dyrhólaey. 10-12 tíma tekur að draga línuna, sem er hátt í 40 sjómílur, en að auki um og yfir hálftíma að þreyta hvern fisk og koma um borð.

Löndun er ráðgerð í Grindavík á morgun, en það er nokkru fyrr en á síðasta ári, þegar fyrsta löndun var 26. ágúst. Íslendingar hafa heimild til að veiða 32 tonn af túnfiski í ár.