Vinnslustöðin hagnaðist um 11,5 milljónir evra, jafnvirði um 1.863 milljónir króna, eftir skatta á rekstrarárinu 2013. Samþykkt var samhljóða á aðalfundinum á föstudaginn var að greiða hluthöfunum 8 milljónir evra í arð, jafnvirði 1.242 milljóna króna eða sem svarar til tæplega 14% eiginfjár félagsins. Hluthafarnir eru alls 248.
Guðmundur Örn Gunnarsson sagði í skýrslu stjórnar á aðalfundinum að afkoma félagsins væri að sínu mati „mjög viðunandi í ljósi hækkandi veiðigjalda og lækkandi afurðaverðs á sama tíma, þannig lækkuðu þorskafurðir um allt að 30% á árinu.“
Sjá nánar á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar .