Fiskiskipaflotinn í Noregi skilaði glimrandi góðri afkomu á árinu 2015 samkvæmt samantekt sem Fiskistofan í Noregi hefur birt.
Heildartekjur fiskiskipaflotans námu 15,6 milljörðum norskum (206 milljörðum ISK) á árinu 2015 og höfðu aukist um 2 milljarða frá árinu áður. Rekstrarkostnaður var 12,7 milljarðar og rekstrarhagnaður var því 2,9 milljarðar (rúmir 38 milljarðar ISK).
Framlegð fiskiskipaflotans var 18,5% í fyrra sem er mikil aukning frá árinu 2014. Það ár var framlegðin 12,9%. Á tímabilinu 1980 til 2015 hefur framlegðin aðeins einu sinni verið meiri. Það var árið 2011 en þá var hún 21,7%.
Framlegðin jókst milli ára í öllum útgerðarflokkum. Þorsktogararnir skiluð bestri afkomu en framlegðin hjá þeim var 24,7% en var 17,1% árið 2014.