Ragnari Árnasyni hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands reiknast svo til að glataður hagnaður af því að nota að hluta til önnur veiðikerfi en aflamarkskerfið í þorskveiðum sé rúmir 4 milljarðar króna á ári eða 10% af arði veiðanna.
Þetta kom fram í erindi hans á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku. Þar taldi hann upp glataðan hagnað af krókaaflaaflamarkskerfinu, standveiðum, línuívilnun og byggðakvóta. Raunar fullyrti hann að afli veiddur í strandveiðikerfinu skilaði engum arði og honum hefði eins mátt fleygja í sjóinn. Hann sagði að hreint aflamarkskerfi skilaði mestum arði.
Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.