Algjört mok var hjá línubáum sem réru frá Bolungarvík í júní. Aflamet krókaalfamarksbátsins Hrólfs Einarssonar ÍS stendur þar án efa upp úr en báturinn veiddi 350 tonn í mánuðum, að því er fram kemur í samantekt Gísla Reynissonar í nýjustu Fiskifréttum um aflahæstu báta í júni.

Ekki er nóg með að Hrólfur Einarsson ÍS hafi orðið aflahæstur smábáta í mánuðinum heldur varð hann einnig hæstur allra línubáta á landinu, jafnt smábáta sem stærri aflamarksbáta. Voru Bolungarvíkurbátarnir að veiðum í Þverálnum, um 40 mílur frá Bolungarvík. Allir bátarnir náðu þar risaróðrum; Hrólfur Einarsson ÍS fékk 22 tonn í róðri, Fríða Dagmar ÍS 25 tonn og Bliki ÍS 15 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.