Samkvæmt lagabreytingum sem Alþingi hefur afgreitt hækka gjöld Fiskistofu sem hér segir:
- Gjald fyrir veiðileyfi hækkar úr 17.500 kr. í 22.000 kr.
- Kostnaður á sólarhring vegna eftirlits á vegum Fiskistofu um borð í fullvinnsluskipum hækkar úr 16.500 kr. í 29.000 kr.
- Gjald vegna flutnings á aflamarki hækkar úr 2.000 kr. í 3.200 kr.
- Gjald vegna flutnings á aflahlutdeild hækkar úr 1.800 kr. í 5.000 kr.
Á vef Fiskistofu kemur fram að breytingarnar hafi þegar tekið gildi