Gjögur hefur gert samstarfssamning við keraleigufyrirtækið iTUB sem mun sjá Gjögri hf. á Grenivík fyrir nýjum ECO fiskikerum sem kynnt voru á íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í síðasta mánuði. Kerin verða notuð um borð í systurskipunum Áskeli ÞH 48 og Verði ÞH 44. Nýju ECO kerin eru 8 kílóum léttari en eldri gerðir iTUB kera. Þau eru framleidd hjá Sæplast á Dalvík í ofnum sem eru knúnir með rafmagni í stað olíu.

„Við fundum strax fyrir miklum áhuga á nýju ECO kerunum þegar við kynntum þau í síðasta mánuði. ECO kerið hefur verið í undirbúningi hjá Sæplast í nokkurn tíma og því ánægjulegt að þessi léttari ker fari um borð í skipin hjá Gjögri. Nýju kerin hafa staðist allar prófanir og munu ekki gefa eldri kerum eftir er hvað varðar styrk. Það er gaman að segja frá því að nýju ECO kerin eru framleidd að hluta til úr endurvinnsluefni sem kemur úr eldri iTUB kerum sem framleidd voru á árunum 2009-2010,“ segir Bragi Smith, viðskipta- og þróunarstjóri iTUB.

Ægir Jóhannsson, yfirmaður vinnslu hjá Gjögri á Grenivík segir að ECO kerin séu að fullu endurvinnanleg og komi til með að haldast í rekstri hjá fyrirtækinu næstu 12-15 ár.

„Á þessum tíma verður hægt að gera við kerin og þar með lengja líftíma þeirra áður en þau fara svo aftur í hringrásina og verða að nýjum kerum. Með þessu næst fullkomin hringrás sem dregur úr auðlindanotkun og minnkar kolefnissporið. PE kerin þyngjast ekki með tímanum þó að þau verði fyrir skemmdum. Þá er gert við þau en einangrunin, sem er gerð úr sama efni og ytri byrði kersins, dregur ekki í sig vatn eða önnur óhreinindi. Þetta þýðir að kerið heldur sömu þyngd út líftíma þess," segir Bragi.

„Við sömdum um að fá nýju ECO kerin um borð í skipin hjá okkur. Þau eru létt en það sem skiptir okkur miklu máli er að vigtun afla upp úr sjó sé rétt, að það sé hægt að treysta því að vigt umbúða sé sem stöðugust til að afli sé rétt vigtaður. Kerin frá iTUB eru þannig gerð að þau þyngjast ekki með tímanum sem hefur áhrif á vigtun á lönduðum afla.“

Gjögur hefur gert samstarfssamning við keraleigufyrirtækið iTUB sem mun sjá Gjögri hf. á Grenivík fyrir nýjum ECO fiskikerum sem kynnt voru á íslensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í síðasta mánuði. Kerin verða notuð um borð í systurskipunum Áskeli ÞH 48 og Verði ÞH 44. Nýju ECO kerin eru 8 kílóum léttari en eldri gerðir iTUB kera. Þau eru framleidd hjá Sæplast á Dalvík í ofnum sem eru knúnir með rafmagni í stað olíu.

„Við fundum strax fyrir miklum áhuga á nýju ECO kerunum þegar við kynntum þau í síðasta mánuði. ECO kerið hefur verið í undirbúningi hjá Sæplast í nokkurn tíma og því ánægjulegt að þessi léttari ker fari um borð í skipin hjá Gjögri. Nýju kerin hafa staðist allar prófanir og munu ekki gefa eldri kerum eftir er hvað varðar styrk. Það er gaman að segja frá því að nýju ECO kerin eru framleidd að hluta til úr endurvinnsluefni sem kemur úr eldri iTUB kerum sem framleidd voru á árunum 2009-2010,“ segir Bragi Smith, viðskipta- og þróunarstjóri iTUB.

Ægir Jóhannsson, yfirmaður vinnslu hjá Gjögri á Grenivík segir að ECO kerin séu að fullu endurvinnanleg og komi til með að haldast í rekstri hjá fyrirtækinu næstu 12-15 ár.

„Á þessum tíma verður hægt að gera við kerin og þar með lengja líftíma þeirra áður en þau fara svo aftur í hringrásina og verða að nýjum kerum. Með þessu næst fullkomin hringrás sem dregur úr auðlindanotkun og minnkar kolefnissporið. PE kerin þyngjast ekki með tímanum þó að þau verði fyrir skemmdum. Þá er gert við þau en einangrunin, sem er gerð úr sama efni og ytri byrði kersins, dregur ekki í sig vatn eða önnur óhreinindi. Þetta þýðir að kerið heldur sömu þyngd út líftíma þess," segir Bragi.

„Við sömdum um að fá nýju ECO kerin um borð í skipin hjá okkur. Þau eru létt en það sem skiptir okkur miklu máli er að vigtun afla upp úr sjó sé rétt, að það sé hægt að treysta því að vigt umbúða sé sem stöðugust til að afli sé rétt vigtaður. Kerin frá iTUB eru þannig gerð að þau þyngjast ekki með tímanum sem hefur áhrif á vigtun á lönduðum afla.“