Makrílkvóti Færeyinga er 156.000 tonn á þessu ári. Samkvæmt samningum geta Færeyingar veitt allt að 35% kvótans í norskri lögsögu og allt að 30% í lögsögu Evrópusambandsins.

Bent er á í frétt á vef færeyska útvarpsins að hlutfall þess sem færeysk skip mega veiða í lögsögum annarra þjóða sé í raun hærra því Færeyingar láti Rússa fá hluta makrílkvótans í staðinn fyrir þorskkvóta í Barentshafi.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvernig makrílkvóta þjóðarinnar verður skipt milli skipaflokka en von er á tillögu þess efnis í lok mánaðarins.