Sjávarútvegsráðstefnan 2016 hefst á morgun, 24.nóvember, kl:10.30 í ráðstefnusalnum Silfurbergi í Hörpu. Forseti Íslands setur ráðstefnuna.
Metþátttaka verður á ráðstefnunni í ár, en forráðamenn hennar gerum ráð fyrir rúmlega 800 manns. Alls verða 14 málstofur með 70 erindum um hina ýmsu þætti sjávarútvegs og fiskeldis. Skráningu á netinu lýkur í dag klukkan 14:00 en þeir sem eru seinir fyrir mæta snemma og láta skrá sig á ráðstefnustað.
Á vef Sjávarútvegsráðstefnunnar er hægt að skrá sig. Þar er dagsskrá ráðstefnunnar og allar nánari upplýsingar. Sjá HÉR.